Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Hljómvangur

Við kynnum með stolti hljóð- og mynddiskinn Hljómvang.

Á hljómdiskinum leikur Bjöllukór Tónstofu Valgerðar 13 vel valin íslensk lög. Á mynddiskinum er upptaka frá 30 ára afmælistónleikum Tónstofunnar í Salnum 28. maí sl. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem komu að gerð Hljómvangs.

Diskinn má nálgast í Tónstofu Valgerðar.

IMG_2831.jpg
IMG_2850.jpg
IMG_2876.jpg
Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar

 

Frá stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar.

Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar verður haldinn mánudaginn 13. nóvember kl. 20:00 í Tónstofunni að Stórhöfða 23 (gengið inn á jarðhæð að norðanverðu).

Dagskrá aðalfundarins tekur mið af almennum lögum um fundarsköp og er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar. 
3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning skoðunarmanna reikninga. 
7. Fyrirspurnir og umræður.

Með bréfi þessu vill núverandi stjórn kynna tilurð og starfsemi félagsins.

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar var stofnað haustið 2000. Meginmarkmið þess var að efla Tónstofuna og stuðla að því að hún yrði sjálfstæður tónlistarskóli sem nyti sömu fyrirgreiðslu og aðrir tónlistarskólar en þar sem nemendur sem þyrftu sérstakan stuðning hefðu forgang. Í því sambandi vísar félagið til laga um tónlistarskóla, Aðalnámskrá tónlistarskóla (almennur hluti, 2000) og laga um jafnrétti fatlaðra til náms. Staðreyndin er sú að í Tónstofunni hafa verið nemendur sem ekki hafa átt greiðan aðgang að tónlistarskólum landsins og nemendur sem vísað hefur verið frá námi þegar sýnt þótti að þeir uppfylltu ekki kröfur um námsárangur eða þegar einstakir kennarar gáfust upp af því að sérþekkinguna skorti.

Valgerður Jónsdóttir hefur unnið einstakt og ómetanlegt brautryðjandastarf á þeim árum sem liðin eru frá því Tónstofa hennar tók til starfa (1986). Þar hefur hún og frábærir samkennarar hennar annast kennslu nemenda með mjög mismunandi fatlanir og náð ótrúlegum árangri eins og allir geta borið vitni um sem hlýtt hafa á nemendatónleika Tónstofunnar. Nemendahópurinn er á öllum aldri og kemur úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Námið er aðlagað þörfum og þroska hvers einstaklings. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir eiga sér ekki volduga talsmenn. Því er brýnt að allir áhugamenn taki höndum saman og standi vörð um Tónstofu Valgerðar og þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsgjöld og styrktarfé sem félagið aflar hefur meðal annars verið nýtt til kaupa á hljóðfærum svo sem flygli, píanói, hljómborði og ásláttarhljóðfærum. Einnig styrkti félagið kaup á stólum í nýja húsnæðið uppi á Stórhöfða og kaup á myndavél sem nýtist á tónleikum og við kennslu. Félagsgjöld innheimtast að vori en greiðsla þeirra er valfrjáls.

Foreldrafélagið hefur einnig umsjón með Styrktar- og minningarsjóði Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar sem stofnaður var í minningu Kára Þorleifssonar sem lést 16. mars 2011. Kári var einn af meðlimum Bjöllukórsins og nemandi Tónstofunnar til margra ára. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru foreldrar Kára, þau Þorleifur Hauksson og Guðný Bjarnadóttir. Sjóðurinn er í vörslu Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar og aflar fjár með minningargjöfum. Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við og efla starfsemi Bjöllukórsins og Tónstofunnar. Minningarkort eru send í gegnum heimasíðu Tónstofunnar https://tonstofan.is/styrktarsjodur/

Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar gegnir hlutverki skólanefndar. Í henni sitja:
Rut Ríkey Tryggvadóttir, formaður
Gerður Steinþórsdóttir, varaformaður
Gunnhildur Gísladóttir, gjaldkeri
Þorleifur Hauksson, ritari
Sólborg Bjarnadóttir, meðstjórnandi
Dóra Eydís Pálsdóttir, meðstjórnandi
Ásthildur Gyða Torfadóttir, meðstjórnandi
Valgerður Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofunnar hvetur alla til að mæta á aðalfundinn og tjá skoðanir sínar og hugmyndir varðandi framgang félagsins, markmið þess (sjá meðfylgjandi lög) og framtíð skólans. Foreldrafélagið starfar fyrir nemendur og foreldra Tónstofunnar. Frekari upplýsingar um Tónstofuna má finna á heimasíðu skólans www.tonstofan.is.

Lög Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar eru svohljóðandi:
1. gr.
Félagið heitir Foreldra- og styrktarfélag Tónstofu Valgerðar. Lögheimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Stjórn félagsins gegnir hlutverki skólanefndar Tónstofu Valgerðar.
2. gr.
Markmið félagsins er að vera stuðningsaðili í öllu starfi skólans.
3. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:
a. Veita skólastjórnendum aðhald og hollráð í innra og ytra starfi skólans.
b. Stuðla að kynningu á starfsemi skólans.
c. Efla samkennd meðal nemenda og foreldra/forráðamanna.
4. gr.
Í félaginu eru foreldrar/forráðamenn nemenda Tónstofunnar. Velunnarar Tónstofunnar sem vilja leggja starfinu lið geta einnig orðið félagsmenn.
5. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í október/nóvember árlega. Aðalfund skal boða rafrænt með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn telst lögmætur sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar tekur mið af almennum lögum um fundarsköp.
6. gr.
Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Hún skal skipuð sjö mönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31. ágúst.
7. gr.
Félagsgjad er valfrjálst. Upphæðin ákvarðast á aðalfundi og innheimtist að vori. Stjórnin sér um fjáröflunarleiðir fyrir félagið.

Kær kveðja,
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags Tónstofu Valgerðar

P.S. 
Netfangalisti Tónstofunnar er uppfærður reglulega, en villur geta slæðst inn. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að uppfæra netföng sín (og barna sinna) á miðlægum gagnagrunni Reykjavíkurborgar (mínar síður).

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Frístundastyrkurinn í Kópavogi

Góðan dag.

Nú er búið að opna fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Tómstundagátt Kópavogsbæjar. Ef foreldrar ætla að ráðstafa frístundastyrknum að hluta til eða að öllu leyti til Tónstofunnar eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera það strax. Fylgst verður með ráðstöfun og innheimtu skólagjalda í kerfi greiðslumiðlunar. Takið eftir að nemendur eru skráðir í Sérkennslu 1 eða Sérkennslu 2 og fer það eftir lengd kennslustunda.

Frekari upplýsingar um innheimtu skólagjalda má finna á heimasíðu skólans. Leiðgeiningar um skráningu í íbúagátt Kópavogs má finna hér:

https://www.kopavogur.is/static/files/Skjol/leidbeiningar-ibuagatt-2016-1.pdf

Ef vandamál koma upp vinsamlegast hafið þá samband við undirritaða eða Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúa Kópavogsbæjar í síma 5701500 eða á netfangið: gunnarg@kopavogur.is

Kær kveðja, Valgerður Jónsdóttir

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Frístundakortið - haustönn 2017

Kæru forráðamenn og nemendur með lögheimili í Reykjavík.
Búið er að opna fyrir ráðstöfun Frístundakortsins vegna haustannar 2017. Þeir sem ætla að ráðstafa styrknum til Tónstofunnar vinsamlegast geri það tímanlega! Munið að ráðstöfun Frístundakortsins er ekki beintengd við innheimtuþjónustu bankanna. Fyrsta greiðsla skólagjalda verður innheimt um mánaðarmótin. 
Frekari upplýsingar um Frístundakort Reykjavíkurborgar má finna á vefnum.
http://reykjavik.is/thjonusta/fristundakortid

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Haustönn 2017

Kæru nemendur og forráðamenn.

Þar sem grunnskólarnir hafa nú verið settir hefjast kennarar Tónstofunnar handa við stundatöflugerð og munu þeir hafa samband við nemendahópinn sinn. Ef allt gengur samkvæmt áætlun hefst kennsla mánudaginn 28. ágúst. Við vonum að þið hafið haft það gott í sumar og hlökkum til að taka þátt í músíkævintýrum vetrarins með ykkur.

Kær kveðja,
Kennarar Tónstofunnar

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Nemendaferð til Lettlands

Kammerhópur Tónstofunnar ásamt fylgdarliði fór í ferðalag til Lettlands dagana 19. til 25. júní. 
Ferðalagið var liður í Nordplus Junior samstarfi afmælisársins sem sagt hefur verið frá á heimasíðu skólans. Verkefnið ber yfirskriftina „Deilum menningararfinum í listsköpun“. 
Lettnesku gestgjafarnir tóku á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og allt gekk snuðrulaust fyrir sig.

Listafólkið í Kammerhópnum stóð sig afburða vel; fór með texta, dansaði, lék og söng af snilld með öllu hinu tónlistarfólkinu. Ég vona að þátttaka okkar verði til þess að finnski og lettneski tónlistarskólinn opni dyr sínar fyrir öllum sem áhuga hafa á tónlistarnámi. Kammerhópurinn sem tók þátt að þessu sinni er frábær fyrirmynd. Reynslunni ríkari, glöð og stolt færum við innilegar þakkir til allra sem gerðu þetta mögulegt.

We speak different languages but we share a common love for music. There is but one sky and we are all born with a beautiful song in our hearts. Enormously grateful for the adventures we have experienced while sharing with our friends our cultural heritage through music our gratitude goes to Mr. Tapani Lakaniemi and Marite Purine for their initiative, care, and endless hospitality. We are also thankful for the funds from the Nordplus Junior program (the Nordic Council of Ministers) which has made this financially possible. And to all the artists, thank you for your beautiful heartwarming musical gifts. On stage there are no boarders. We share beauty and love from one heart to another.

Thank you! 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Gestir frá Noregi

Gestirnir okkar frá Gjøvik Kunst- og kulturskole í Noregi áttu hér góða daga. Þau heimsóttu Tónstofuna sungu, dönsuðu og sýndu okkur listaverkin sín. Skoðuðu landið, fóru á hestbak, og margt fleira. Sunnudaginn 11. júní, á sjómannadaginn, sungu þau og dönsuðu í guðsþjónustu í Háteigskirkju. Sönggleði og einlæg tjáning réði ríkjum. Vil ég þakka starfsfólki Háteigskirkju hjartanlega fyrir að taka fallega á móti hópnum og þá sérstaklega séra Maríu Ágústsdóttur sem bæði talaði til gestanna og predikaði á norsku, svo að allir gætu fylgst með. Þessi hjartnæma stund með Maríu í Háteigskirkju mun falla okkur öllum seint úr minni. Hópurinn hélt heim á leið að loknu kirkjukaffi í safnaðarheimilinu.

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

30 ára afmælistónleikar

Kæru vinir.

Innilegar þakkir til Eliza Reid forsetafrúar og ykkar allra sem glöddu okkur með góðri nærveru, fagnaðarlátum og gjöfum á afmælistónleikum Tónstofunnar í Salnum sunnudaginn 28. maí. Mikið þótti okkur vænt um að sjá „gamla“ nemendur á tónleikunum og rifja upp ljúfar stundir.

Við erum stolt af nemendahópunum sem komu fram að þessu sinni og léku og sungu af hjartans list. Við erum líka stolt af frammistöðu allra hinna nemendanna sem fylgdu okkur í vetur og létu ljós sitt skína á nemendatónleikum skólans.

Hjartans þakkir fær allt það góða fólk sem tók þátt í afmælistónleikunum með okkur og gerði þennan dag ógleymanlegan: Unnsteinn Manuel Stefánsson, nemendurnir úr Skólahljómsveit Austurbæjar, Vilborg Jónsdóttir, strengjakvartettinn úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Valgeir Daði Einarsson, Sigurður Ingi Einarsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Hafþór Karlsson.

Kær kveðja og gleðilegt sumar!
Fyrir hönd kennara og aðstandenda Tónstofunnar
Valgerður Jónsdóttir

Ljósmynd: Hjördís Jónsdóttir

Ljósmynd: Hjördís Jónsdóttir

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Styrkur frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Sunnudaginn 7. maí tók Tónstofan á móti styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Við það tækifæri léku og sungu fimm nemendur frá Tónstofunni tvö lög:
Andrea Elizabeth Gavern
Lára Þorsteinsdóttir
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Gísli Björnsson og
Ólafur Snævar Aðalsteinsson
Þessir nemendur munu ferðast til Lettlands í lok júní og taka þar þátt í Jónsmessuhátíð með finnskum og lettneskum vinum sínum sem heimsóttu Tónstofuna í október sl. 

Við þökkum innilega fyrir stuðning Sumargjafar sem mun gera okkur kleift að endurnýja og bæta við 20 ára gamlar Suzuki tónbjöllur bjöllukórsins.

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Endurnýjun umsókna og innritun nýnema

Endurnýjun umsókna og innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2017-2018 stendur yfir hjá Tónstofunni. 

Umsókn um skólavist fyrir næsta vetur er hvorki bindandi af hálfu umsækjanda né af hálfu skólans. Aðstæður skólans breytast frá ári til árs, en á hverjum tíma er reynt að koma til móts við eins marga umsækjendur og mögulegt er. Sótt er um skólavist með því að senda tölvupóst til skólans tonsvj@mmedia.is með nauðsynlegum upplýsingum. Sjá nánar hér. 
Allir umsækjendur þurfa einnig að sækja um á Rafrænni Reykjavík.

Nauðsynlegt er að endurnýja umsókn árlega bæði í tónlistarskólanum sjálfum og hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans. 

Vakin er athygli á því að ef tónlistarskólinn er utan lögheimilissveitarfélags, þarf staðfest samþykki lögheimilissveitarfélags að liggja fyrir áður en nemandi hefur eða heldur áfram námi í tónlistarskólanum. Því er brýnt að þeir sem ætla sér að halda áfram námi í Tónstofunni veturinn 2017-2018 láti skólann vita og sendi inn beiðni til lögheimilissveitarfélags þar að lútandi eins fljótt og mögulegt er.

Sum sveitarfélög hafa þar til gert eyðublað/beiðni á heimasíðu sinni (nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags) sem nauðsynlegt er að fylla út og skila á viðkomandi skólaskrifstofu.
Hér er einnig umsóknareyðublað frá Tónstofunni sem forráðamenn eru beðnir um að fylla út og skila til Tónstofunnar og lögheimilissveitarfélags ef ekki er um annað eyðublað að ræða á skólaskrifstofunum. 

Umsækjendur fyrir næsta skólaár þurfa að vera skuldlausir við Tónstofuna og eru hlutaðeigandi hvattir til að greiða útistandandi skólagjöld fyrir 15. júní 2017. Um greiðslutilhögun má þó alltaf semja svo fremi að haft sé samband við skólann. 

Kær kveðja,
Dr. Valgerður Jónsdóttir, skólastjóri
Tónstofa Valgerðar ehf.
Stórhöfða 23
110 Reykjavík
tonsvj@mmedia.is
S: 561 2288862 2040

 

Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Upptakturinn

Tónstofan óskar Bernharði Mána Snædal innilega til hamingju með verkið sitt "The Lonely Road" sem frumflutt var af Unsteini Manuel Stefánssyni og hljómsveit Upptaktsins í Hörpu þriðjudaginn 25. apríl.

Þetta var í fjórða sinn sem Bernharð Máni tekur þátt í Upptaktinum og óskum við einnig kennara hans Marie Huby innilega til hamingju með nemanda sinn og þeirra frábæra samstarf.


Um Upptaktinn segir á vefsíðu Barnamenningarhátíðar:

"Með Upptaktinum, – Tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Þau verk sem valin eru, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Að því ferli loknu hafa orðið til ný tónverk. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Tónverkin verð flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Kaldalóni Hörpu þann 25. apríl 2017 kl. 17.00 sem er upphafsdagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin; Upptaktinn 2017 Upptakturinn er á vegum Hörpu í samstarfi við Barnamenningarhátíð og Listaháskóla Íslands og KrakkaRÚV."

http://barnamenningarhatid.is/

IMG_4322.JPG
IMG_4320.JPG
IMG_4321.JPG
Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Heimsókn í Klettaskóla

Nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar og nemendur úr Tónstofunni sem sækja tónlistartíma sína í frístundaheimilinu Öskju heimsóttu Klettaskóla 7. apríl. Þau léku fyrir nemendur Klettaskóla Dýralög samin af Haraldi V. Sveinbjörnssyni undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur og Jónu Þórsdóttur. Mikil eftirvænting og gleði ríkti í nemendahópnum sem lék fyrir skólafélaga sína. Dýralögunum var vel tekið og þökkum við innilega fyrir móttökurnar í Klettaskóla.

IMG_4316.JPG
IMG_4317.JPG
IMG_4318.JPG
IMG_4319.JPG
Read More
Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir

Páskafrí

 

Kæru nemendur og forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali hefst páskafrí í dag mánudaginn 10. apríl.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl.
Gleðilega páska!

 

 

 
 
Read More